Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júní 2016 12:31
Magnús Már Einarsson
Uppselt á Frakkaleikinn - Íslendingar sitja svekktir eftir
Miði í forgangi kostar 1800 evrur
Icelandair
Svona leit miðasalan út á hádegi.
Svona leit miðasalan út á hádegi.
Mynd: Fótbolti.net
Uppselt er á leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM á sunnudag. Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum virðast mjög fáir Íslendingar hafa krækt í miða á leikinn ef nokkrir.

Svo virðist sem að aðeins örfáir miðar hafi farið í sölu í dag og að aðrir miðar hafi verið seldir fyrir löngu síðan, áður en ljóst var hvaða lið myndu mætast í 8-liða úrslitunum.

Stade de France tekur yfir 81 þúsund manns í sæti en talið er að einungis 1000 miðar hafi farið í almenna sölu í dag og baráttan var hörð um þá út um alla Evrópu.

Heimamenn í Frakklandi verða því nánast með alla stuðningsmenn á sínu bandi í leiknum í Stade de France á sunnudag.

Margir Frakkar keyptu miða á þennan leik síðastliðinn vetur í von um að Frakkar færu í 8-liða úrslit. Margir Frakkar keyptu einnig mótsmiða til að fylgja sínum mönnum eftir í keppninni. Það gerðu einnig einhverjir Íslendingar og þeir verða á vellnium á sunnudag.

Í dag greindi KSÍ frá því að þeir Íslendingar sem hefðu keypt miða á leik í mótinu hingað til myndu ganga fyrir í miðasölunni hjá UEFA.. Síðan kom á daginn að sá miði kostaði 1800 evrur eða 248 þúsund krónur.

Gríðarlega margir Íslendingar leita nú af miðum til sölu á Facebook síðunni Ferðagrúppa fyrir EM en ljóst er að framboðið af miðum er mjög lítið.





Athugasemdir
banner
banner