Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júní 2016 13:43
Þorsteinn Haukur Harðarson
Yaya Toure hafnaði kínversku liði - Líklega áfram hjá Man. City
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að knattspyrnumaðurinn Yaya Toure verði áfram í herbúðum Manchester City á næsta tímabili. Kappinn á eitt ár eftir af samningi sínum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannsinshog töldu flestir að hann væri á förum frá félaginu. Nokkur lið hafa boðið honum samning en það hefur ekki gengið upp.

Inter Milan hefur mikinn áhuga en heildir herma að félagið hafi ekki efni á 220 þúsund pundum í vikulaun.

Þá reyndikínverskt félag að tryggja sér þjónustu Toure en leikmaðurinn hafði ekki áhuga á því.

Að sögn David Anderson hjá The Mirror mun Toure einungis íhuga að fara í lið sem getur barist um titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner