Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keita vill fara til Manchester City - Nefndi ekki Liverpool
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Naby Keita, miðjumaður RB Leipzig, vill spila fyrir eitt af bestu liðum heims. Hann hefur verið orðaður við Liverpool, en aðspurður, þá nefndi hann Man City frekar en Liverpool.

Verðmiðinn á honum er ansi hár, 70 milljónir punda.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill fá Keita í sínar raðir, en nýjustu ummæli hans eru ákveðið bakslag fyrir Klopp.

„Ég vonast til að geta spilað fyrir eitt af bestu liðunum eftir tvö eða þrjú ár," sagði Keita við þýska blaðið Welt.

„Þar á ég við Barcelona, og einnig Real Madrid og Manchester City," sagði hann, en það er spurning hvaða áhrif þetta hefur á Liverpool, sem er víst að íhuga 50 milljón punda tilboð í Keita.
Athugasemdir
banner
banner
banner