Sviptingar hafa orðið í markmannsmálum Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna. Sænski markvörðurinn Malin Reuterwall fékk höfuðhögg á dögunum og er farinn frá félaginu.
Malin var að fá höfuðhögg í þriðja skipti á ferlinum og læknar hafa ráðlagt henni að hætta í fótbolta. Þetta staðfesti Róbert Haraldsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.
Malin var að fá höfuðhögg í þriðja skipti á ferlinum og læknar hafa ráðlagt henni að hætta í fótbolta. Þetta staðfesti Róbert Haraldsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.
Emma Mary Higgins hefur staðið vaktina í síðustu leikjum en hún er brákuð á rifbeini og verður óleikfær á næstunni.
Telma Ívarsdóttir er komin til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki þar sem hún hefur verið varamarkvörður. Telma er í U19 ára landsliði Íslands en þar sem hún er ennþá á 2. flokksaldri þá geta Grindvíkingar fengið leikheimild fyrir hana þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður.
Þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí fá Grindvíkingar síðan brasilíska markvörðinn Viviane Holzel Dominguez en hún er einnig með portúgalskt vegabréf. Verið var að velja hana í brasilíska landsliðið í fyrsta skipti.
Fyrir hjá Grindavík eru brasilísku leikmennirnir Thaisa Moreno og Rilany Aguiar Da Silva. Thaisa hefur verið frá keppni undanfarnar vikur en hún verður klár í ágúst eftir EM hléið.
Grindavík mætir Fylki í mikilvægum leik í fallbaráttunni í kvöld en Telma verður í markinu þar. Telma verður líka í markinu í öðrum mikilvægum leik gegn Haukum á sunnudag.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir