Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 28. júlí 2013 19:45
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var mjög góð frammistaða. Við lentum undir á 3. mínútu, keimlíkt og í Eyjum. Það sem við gerðum betur er að við snérum þessi okkur í hag og hreinsuðum þá skitu," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika eftir 3-1 sigur á ÍBV í kvöld.

Elvar Páll Sigurðsson kom beint inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Tindastóli.

,,Hann spilaði vel í dag. Hann var góður í því sem hann gerði og það er virkilega gott að fá hann þarna inn eins og alla hina."

Ólafur ræddi talsvert við Þorvald Árnason dómara í leikslok. ,,Við Þorvaldur tökum oft spjall eftir leiki og hann er einn af þeim dómurum sem er tilbúinn að ræða hlutina og það er ánægjulegt. Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri og ég spurði hann á móti. Það var álíka," sagði Ólafur sem var þó ekki með púlstölur.

,,Þær eru í reykmettuðum bakherbergjujm hjá Knattspyrnusambandinu þannig að ég hef ekki komist í þær."

Næsti leikur Blika er í Kasakstan á fimmtudag þar sem liðið mætir Aktobe.

,,Það verður spennandi að koma þangað. Ég hef aldrei komið þangað áður og hafði ekki fyrirhugað að fara þangað. Það er fótboltaleikur þarna sem við þurfum að fá góð úrslit í," sagði Ólafur sem hefur kynnt sér Aktobe vel eins og kemur fram í viðtalinu.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner