,,Þetta var mjög góð frammistaða. Við lentum undir á 3. mínútu, keimlíkt og í Eyjum. Það sem við gerðum betur er að við snérum þessi okkur í hag og hreinsuðum þá skitu," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika eftir 3-1 sigur á ÍBV í kvöld.
Elvar Páll Sigurðsson kom beint inn í byrjunarlið Breiðabliks eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Tindastóli.
,,Hann spilaði vel í dag. Hann var góður í því sem hann gerði og það er virkilega gott að fá hann þarna inn eins og alla hina."
Ólafur ræddi talsvert við Þorvald Árnason dómara í leikslok. ,,Við Þorvaldur tökum oft spjall eftir leiki og hann er einn af þeim dómurum sem er tilbúinn að ræða hlutina og það er ánægjulegt. Hann spurði hvað púlsinn hjá mér væri og ég spurði hann á móti. Það var álíka," sagði Ólafur sem var þó ekki með púlstölur.
,,Þær eru í reykmettuðum bakherbergjujm hjá Knattspyrnusambandinu þannig að ég hef ekki komist í þær."
Næsti leikur Blika er í Kasakstan á fimmtudag þar sem liðið mætir Aktobe.
,,Það verður spennandi að koma þangað. Ég hef aldrei komið þangað áður og hafði ekki fyrirhugað að fara þangað. Það er fótboltaleikur þarna sem við þurfum að fá góð úrslit í," sagði Ólafur sem hefur kynnt sér Aktobe vel eins og kemur fram í viðtalinu.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir