Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. júlí 2014 23:47
Elvar Geir Magnússon
Fellaini til Napoli á útsöluverði?
Fellaini hefur alls ekki fundið sig hjá United.
Fellaini hefur alls ekki fundið sig hjá United.
Mynd: Getty Images
Martraðadvöl Marouane Fellaini hjá Manchester United gæti senn verið á enda. Belgíski miðjumaðurinn varð fjórði dýrasti leikmaður í sögu United fyrir ári síðan þegar hann var keyptur á 27,5 milljónir punda.

Enskir fjölmiðlar segja að Lous van Gaal, nýr stjóri enska félagsins, sé tilbúinn að losa sig við Fellaini fyrir helming þeirrar upphæðar en Napoli ku vera í viðræðum um kaup.

Mögulegt er að Fellaini verði lánaður til Ítalíu til að byrja með þó United vilji helst sölu. Hann er með 100 þúsund pund í vikulaun sem stendur og það gerir málið flóknarar fyrir Napoli sem á í fjárhagserfiðleikum.

Fellaini hefur alls ekki staðið undir væntingum síðan hann gekk í raðir United, náði ekki að skora mark og var mikið frá vegna meiðsla.

Rafael Benítez, þjálfari Napoli, telur að leikstíll og líkamsstyrkur Fellaini henti vel í ítölsku deildina en liðið tekur þátt í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

Fleiri leikmenn gætu yfirgefði Manchester United. Framtíð Shinji Kagawa er talin í óvissu en hans gamla félag, Borussia Dortmund, vill fá hann aftur til sín. Van Gaal hefur talað um að hreinsa þurfi til í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner