banner
   mán 28. júlí 2014 18:30
Magnús Már Einarsson
Undirskriftarlisti fékk Kamara til að taka fram skóna
Kamara fagnar marki með WBA.
Kamara fagnar marki með WBA.
Mynd: Getty Images
Diomansy Kamara, fyrrum framherji Fulham, Portsmouth og WBA, hefur ákveðið að taka fram skóna.

Kamara ætlar að leika með US Cantanzaro í ítölsku 3. deildinni á komandi tímabili.

Kamara, sem er 33 ára gamall, spilaði síðast með Eskisehirspor í Tyrklandi árið 2011.

Stuðningsmenn Cantanzaro settu af stað undirskriftarlista á Facebook til að fá Kamara til að koma til félagsins.

Kamara spilaði með Catanzaro frá 1999 til 2001 og eftir að 12 þúsund manns höfðu óskað eftir að hann kæmi aftur til félagsins ákvað hann að slá til og taka slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner