Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 28. júlí 2014 14:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Sverrir Ingi: Var meira og minna uppspuni
Sverrir Ingi Ingason í U21-landsleik.
Sverrir Ingi Ingason í U21-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er ánægður með tímabil sitt persónulega hjá norska liðinu Viking í Stafangri. Sverrir er einn fimm Íslendinga í liðinu sem situr í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Sverrir kom til Noregs frá Breiðabliki fyrir tímabilið en hann er eini leikmaður Viking sem hefur spilað hverja einustu mínútu.

„Það er kannski ekki oft sem leikmaður fer í fyrsta sinn í atvinnumennsku og fær þennan spilatíma sem ég hef fengið. Ég er mjög þakklátur fyrir það og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég hef bætt mig sem leikmaður," sagði Sverrir í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Á dögunum fjölluðu norskir fjölmiðlar um atvik sem átti sér stað þar sem leikmaður Viking var handtekinn vegna óláta á skemmtistað. Í framhaldi af því var sagt að innan herbúða Viking væri ákveðin áfengismenning.

„Þetta var allt blásið upp og blöðin fóru að skrifa um að það væri of mikil neysla á víni innan liðsins. Þetta var meira og minna uppspuni en þetta slys gerðist og í boltanum koma upp svona atvik og það þarf bara að tækla þau," sagði Sverrir.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Sverrir meðal annars um tímabilið í Noregi og frammistöðu liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner