mán 28. júlí 2014 13:15
Fótbolti.net
Úrvalslið 13. umferðar 1. deildar: Leikmenn úr sjö liðum
Rajkovic er í marki úrvalsliðsins.
Rajkovic er í marki úrvalsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Garðar Ingi var hetja KV í 13. umferðinni.
Garðar Ingi var hetja KV í 13. umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar gerðu góða ferð norður á Akureyri og unnu 1-0 útisigur á KA. Þróttar eiga tvo miðjumenn í liðinu en þeir eru í 2. - 3. sæti deildarinnar með 24 stig.

Haukar unnu nokkuð þægilegan 4-1 sigur á HK á heimavelli og eru einnig með tvo leikmenn í liðinu auk Leiknis sem tóku öll stigin í markaleik á Ísafirði.



Það var ekkert jafntefli í 13. umferðinni. KV geta þakkað Garðari Inga Leifssyni fyrir að hafa tekið öll stigin gegn Tindastól en Garðar skoraði tvö mörk í leiknum, þar af það seinna í uppbótartíma.

Þorsteinn Már Ragnarsson stimplaði sig vel inn í 1. deildina og átti þátt í báðum mörkum Víkings Ólafsvíkur í 2-0 útisigri á Selfossi. Garðar Gunnlaugsson átti að sama skapi einnig góðan leik fyrir ÍA gegn Grindavík. Hann skoraði eitt og lagði upp annað í 2-0 sigri liðsins.

Úrvalslið 13. umferðar 1. deildar:
Srdjan Rajkovic - KA

Helgi Valur Pálsson - Haukar
Tomasz Luba - Víkingur Ó.
Eiríkur Ingi Magnússon - Leiknir R.

Garðar Ingi Leifsson - KV
Hallur Hallsson - Þróttur R.
Aron Lloyd Green - Þróttur R.
Sindri Björnsson - Leiknir R.

Hilmar Geir Eiðsson - Haukar
Garðar Gunnlaugsson - ÍA
Þorsteinn Már Ragnarsson - Víkingur Ó.

Ert þú á vellinum í 1. deildinni? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Sjá einnig:
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner