Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2015 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Fram og Grindavík skildu jöfn
Grindavík gerði jafntefli á móti Fram
Grindavík gerði jafntefli á móti Fram
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í kvöld, en þetta voru leikir í B- og C-riðli.

Í B-riðli gerðu Fram og Grindavík jafntefli í toppbaráttuslag, 1-1. Í sama riðli vann Álftanes öruggan 5-0 sigur á Fjölni.

Grindavík er í öðru sæti B-riðils með 20 stig, en Fram er í því þriðja með 16 stig.

Álftanes fór upp í fjórða sæti með 14 stig, hins vegar er Fjölnir í sjötta sæti með átta stig.

Í C-riðli gerði svo botnlið Einherja 2-2 jafntefli á móti Hömrunum.

Einherji sótti sitt þriðja stig í riðlinum en Hamrarnir eru í þriðja sæti með 13 stig.

B-riðill
Fram 1-1 Grindavík

1-0 Lejla Cardaklija ('21)
1-1 Margrét Albertsdóttir ('30)

Álftanes 5-0 Fjölnir
1-0 Guðrún Ingigerður Jónsdóttir ('57)
2-0 Júlíana M Sigurgeirsdóttir ('66)
3-0 Guðrún Ingigerður Jónsdóttir ('71))
4-0 Oddný Sigurbergsdóttir ('90)
5-0 Oddný Sigurbergsdóttir ('95)

C-riðill
Einherji 2-2 Hamrarnir

0-1 Andrea Dögg Kjartansdóttir ('36)
1-1 Karítas Anja Magnúsdóttir ('41)
1-2 Rakel Óla Sigmundsdóttir ('48)
2-2 Karítas Anja Magnadóttir ('66)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner