þri 28. júlí 2015 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Tilboðinu var hafnað á stundinni
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Guðmundur Atli Steinþórsson.
Guðmundur Atli Steinþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var þægilegur og ekki þægilegur sigur. Selfyssingarnir voru fínir í þessum leik og héldu boltanum ágætlega. Munurinn á liðunum var að við nýttum færin okkar," segir Guðmundur Atli Steinþórsson leikmaður 13. umferðar í 1. deild karla.

Guðmundur Atli skoraði þrennu fyrir HK í 4-0 sigri á Selfyssingum í síðustu viku en hann fékk færi til að skora fleiri mörk.

„Ég get tekið það á mig, ég hef verið að klúðra og klúðra færum í sumar og ég hef verið hálf kaldur í sumar, þrátt fyrir að vera kominn með 10 mörk."

HK hefur unnið síðustu tvo leiki í 1. deildinni. „Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa verið töluvert betri eftir að við fengum litla vitringinn á miðjuna, Jökull Ingason Elísabetarson. Hann hjálpar liðinu mikið bæði varnar og sóknarlega og stjórnar spilinu."

„Það var mjög gott fyrir okkur að fá hann í glugganum. Ég hef trú á því að seinni umferðin verði miklu betri en sú fyrri hjá okkur."


HK var spáð 4. sæti í 1. deildinni í sumar en liðið hefur ekki náð sér almennilega á strik.„Það má vel vera að við höfum verið að ofmeta okkur fyrir tímabilið. Við skulum leyfa tímabilinu samt sem áður að klárast og sjá hvar við endum."

Guðmundur Atli hefur oft verið orðaður við félög í Pepsi-deildinni undanfarin ár og nú síðast í þessum félagaskiptaglugga. Hann segist hins vegar ekki vera á förum.

„Ég veit að það kom eitt tilboð en það var hafnað á stundinni. Mér líður mjög vel í HK og vill klára tímabilið með liðinu," sagði Guðmundur Atli sem verður í eldlínunni með HK gegn Þrótti á morgun.

„Við lentum í erfiðum leik í 3. umferðinni þegar við töpuðum 3-0 gegn Þrótt. Sjálfstraustið fór svolítið niður hjá okkur og við vorum lengi að jafna okkur eftir það tap. En ég held að þetta sé allt á réttri braut núna," sagði Guðmundur Atli sem lofar að niðurstaðan verði ekki sú sama á morgun. „Leikurinn fer ekki 3-0 fyrir Þrótti, ég get lofað þér því.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)/a>
Athugasemdir
banner
banner
banner