þri 28. júlí 2015 18:17
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og FH: Fimm breytingar hjá Keflavík - Bignot byrjar
Böddi löpp byrjar hjá FH.
Böddi löpp byrjar hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botnlið Pepsi-deildarinnar, Keflavík tekur á móti FH sem getur tyllt sér á topp deildarinnar með sigri í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Þjálfarar Keflavíkur gera fimm breytingar á sínu liði frá 7-1 tapi liðsins gegn Víkingi í síðustu umferð. Sindri Kristinn kemur í markið í stað Arends sem er hættur hjá félaginu. Farid Zato, Hólmar Örn og Sigurbergur Elísson koma inn í byrjunarliðið auk nýja leikmannsins, Paul Bignot.

Frans Elvarsson, Daníel Gylfason, Unnar Már fara á bekkinn og enginn Magnús Sverrir er í leikmannahóp Keflavíkur.

Heimir Guðjónsson gerir nokkrar breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Tvær breytingar eru á varnarlinu FH. Kassim Doumbia og Sam Tillen fara út og í stað þeirra í vörnina koma Davíð Þór og Böðvar Böðvarsson. Davíð og Pétur mynda miðvarðarparið.

Kristján Flóki kemur síðan inn í sóknarlínu FH.

Byrjunarlið Keflavíkur:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Magnús Þórir Matthíasson
4. Haraldur Freyr Guðmundsson
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson
9. Sigurbergur Elísson
14. Alexander Magnússon
17. Hólmar Örn Rúnarsson
22. Abdel-Farid Zato-Arouna
23. Sindri Snær Magnússon
32. Chukwudi Chijindu

Byrjunarlið FH:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
5. Pétur Viðarsson
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
13. Bjarni Þór Viðarsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
26. Jonathan Hendrickx

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner