Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 28. júlí 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Pétur Heiðar í KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA hefur fengið miðjumanninn Pétur Heiðar Kristjánsson í sínar raðir frá Dalvík/Reyni.

Pétur Heiðar var einnig þjálfari Dalvíkur/Reynis í 2. deildinni en Jón Stefán Jónsson tók við starfi hans í síðustu viku.

„KA-menn eru gríðarlega ánægðir með þennan liðstyrk en Peddi, eins og hann er oft kallaður, þekkir innviði félagsins vel enda hefur hann þjálfað yngri flokka þess við góðan orðstír," segir á heimasíðu KA.

Pétur er fæddur árið 1982 og er uppalinn Þórsari. Hann hefur einnig leikið erlendis bæði í Danmörku og Noregi á ferli sínum.

„Pétur mun koma til með að styrkja og breikka hóp KA í átökunum sem eru framundan."

„KA býður Pétur hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til þess að sjá hann í gulu treyjunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner