Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 28. júlí 2015 21:44
Arnar Daði Arnarsson
Keflavík
Róló: Kaus svo oft að ég var ekki valinn veikur hlekkur
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það er loksins sigur. Þetta var mjög kærkomið eftir smá þurrk upp á síðkastið. Það var geggjað að ná sigri á útivelli í kvöld," sagði Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, eftir 2-1 útisigur gegn Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 FH

„Strákarnir voru að spila erfiðan leik síðasta fimmtudag og Keflvíkingarnir töpuðu illa í síðustu umferð og við vissum að þeir kæmi dýrvitlausir í þennan leik. Þetta var því hörkuleikur og mikil barátta og mikið um hörku tæklingar."

Meiðsli hjá FH-ingum gerðu það að verkum að Guðmann Þórisson og Kassim Doumbia gátu ekki verið í hjarta varnarinnar. Í þeirra stað spiluðu Pétur Viðarsson og miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson.

„Það er náttúrulega betra því minna sem eru um breytingar. En strákarnir og við allir leystum þetta mjög vel í dag. Mér fannst spilamennskan bara vel og það var mikil barátta í báðum liðum."

Róbert Örn var gagnrýndur í fjölmiðlum nýlega þar sem menn telja að hann sé ekki að vinna stig fyrir FH. Samkvæmt skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net telja 42% lesenda að hann sé veikur hlekkur í FH-liðinu.

„Ég sá þetta en kaus það oft í könnuninni að ég yrði ekki kosinn veikur hlekkur," sagði Róló kíminn. „Kannski sat þetta eitthvað í mér til að byrja með en svo kemur annar dagur. Þetta snýst bara um liðið og ef strákarnir treysta mér er mér alveg sama hvað menn segja út í bæ."

Honum persónulega fannst gagnrýnin ekki sanngjörn.

„Nei mér fannst það ekki en menn þurfa að hafa sína skoðun. Eins og sagt var í Big Lebowski: That's just, like, your opinion, man."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner