Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júlí 2015 14:15
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þorvaldur: Man ekki eftir að hafa verið á KR-vellinum
Þorvaldur fer í sjúkrabílinn.
Þorvaldur fer í sjúkrabílinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekki alveg komið, maður er enn nokkuð ruglaður," sagði Þorvaldur Árnason dómari við Fótbolta.net rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þorvaldur fór með sjúkrabíl af KR-vellinum í gær þar sem hann dæmdi leik KR og Breiðabliks.

Þorvaldur fékk höfuðhögg eftir um hálftíma leik þegar Atli Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, þrumaði knettinum í hann. Þrátt fyrir höggið náði Þorvaldur að klára hálfleikinn en kastaði upp á leið til búningsklefa.

Aðstoðardómarar hans tóku eftir því að hann „talaði tóma vitleysu" eins og Þóroddur Hjaltalín orðaði það við Vísi í gær. Þorvaldur fór á sjúkrahús en Erlendur Eiríksson sá um að dæma seinni hálfleikinn.

„Maður er allavega kominn heim af spítalanum, ég fékk að fara heim rétt fyrir hádegi," sagði Þorvaldur í dag.

„Ég man ekki eftir því að hafa verið á KR-vellinum í gær. Það er mér alveg óskiljanlegt að ég hafi dæmt eftir þetta. Doktorinn sagði mér það í morgun að ég hefði munað eftir hvað ég heiti en ekki meira."

Fyrir leikinn hafði Smári Stefánsson aðstoðardómari meiðst í upphitun svo Erlendur Eiríksson var gerður að aðstoðardómara. Þegar Þorvaldur gat ekki haldið leik áfram var svo kallaður út nýr aðstoðardómari.

„Það hefur verið erfitt að manna þetta miðað við afföllin, þetta hefur verið í fyrsta sinn sem notast hefur verið við sex dómara kerfi á Íslandi," sagði Þorvaldur léttur en ljóst er að hann þarf að taka sér smá frí frá dómgæslunni eftir þetta, um tvær vikur.

Sjá einnig:
Sjáðu atvik leiksins: Dómarinn fluttur á sjúkrahús
Viðtal við Atla Sigurjóns eftir leik
Athugasemdir
banner
banner
banner