Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 28. júlí 2016 17:03
Elvar Geir Magnússon
Hásteinsvelli
Byrjunarlið ÍBV og FH: Gunnar Heiðar á bekknum
Bjarni Þór Viðarsson komst ekki í gegnum upphitun
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðhátíðinni verður startað á Hásteinsvelli þar sem ÍBV og FH eigast við klukkan 18 í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Eyjunni fögru. Sigurvegarinn mun leika gegn Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli 13. ágúst.

Gabríel Sighvatsson sér um textalýsingu frá leiknum sem hægt er að nálgast hér.

Samkvæmt upplýsingum okkar seldust 1.300 miðar á leikinn í forsölu svo búast má við fjölmenni og fjöri.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er kominn með leikheimild hjá ÍBV og byrjar á bekknum hjá Eyjamönnum. Athygli vekur að Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einnig á bekk en hann hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla. Spurning hversu heill hann er? Andri Ólafsson er einnig meðal varamanna. Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV, er í leikbanni.

Pétur Viðarsson og Jonathan Hendrickx eru meðal varamanna hjá FH í kvöld.

Uppfært 17:15: Breyting frá því byrjunarliði FH sem upphaflega var tilkynnt. Bjarni Þór Viðarsson er greinilega ekki heill og því kemur Kristján Flóki Finnbogason inn í startið.

Byrjunarlið ÍBV:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Pablo Oshan Punyed Dubon
7. Aron Bjarnason
8. Jón Ingason
9. Mikkel Maigaard Jakobsen
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Kollerup Smidt
20. Mees Junior Siers
27. Elvar Ingi Vignisson

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner