Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júlí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Haukur Heiðar heimsækir Grikkland
Hjörtur Hermannsson fer líklega með Bröndby til Þýskalands.
Hjörtur Hermannsson fer líklega með Bröndby til Þýskalands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 29 leikir á dagskrá í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag og í kvöld og koma nokkur Íslendingalið við sögu.

Haukur Heiðar Hauksson og félagar í AIK heimsækja Panathinaikos til Grikklands og þá eiga Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar útileik gegn Birkirkara.

Hjálmar Jónsson verður væntanlega í liði Gautaborgar sem tekur á móti HJK frá Helsinki og þá verður áhugavert að fylgjast með hvort Arnór Ingvi Traustason verði í byrjunarliði Rapid frá Vínarborg er liðið heimsækir Zhodino í Hvíta-Rússlandi.

Þá fara Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby til Þýskalands að spila við Hertha Berlin.

Helstu leikir dagsins:
15:00 AEK Lamaca - Spartak Moskva
17:00 Gautaborg - HJK
17:00 Lille - Gabala
17:00 Zhodino - Rapid Vienna
17:30 Birkirkara - Krasnodar
17:45 Luzern - Sassuolo
18:00 Panathinaikos - AIK
18:15 Hertha Berlin - Bröndby
18:30 Videoton - Midtjylland
18:45 AZ Alkmaar - Giannina
18:45 Domzale - West Ham
19:00 St. Etienne - AEK
Athugasemdir
banner
banner