Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. júlí 2016 11:55
Magnús Már Einarsson
Færeyskur landsliðsmaður í FH (Staðfest)
Kaj Leo í Bartalsstovu og Jón Rúnar Halldórsson.
Kaj Leo í Bartalsstovu og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: FH
FH hefur gert samning út tímabilið við færeyska landsliðsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu.

Kaj Leo er 25 ára gamall kantmaður en hann á átta landsleiki að baki með Færeyingum og sex unglingaliðslandsleiki.

Kaj Leo er alinn upp hjá Vikingur Gota í Færeyjum þar sem hann spilaði fjögur heil tímabil með aðalliði félagsins og skoraði 23 mörk í 102 leikjum.

Síðast lék hann með Dinamo Búkarest í Rúmeníu en þar áður spilaði hann með Levanger FK frá Noregi.

„Knattspyrnudeild FH lýsir yfir mikilli ánægju að krækja í Kaj Leo og bindur vonir við að hann styrki Fimleikafélagið í þeirri baráttu sem framundan er," segir á Facebook síðu Fhingar.net.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði fyrr í mánuðinum að liðið væri í leit að liðsstyrk framarlega á vellinum.

„Við FH-ingar erum mjög ánægðir að fá til okkar Kaj Leo í Bartalsstovu. Kaj er leikmaður sem mun gefa okkur nýja vídd í sóknarleik," segir Heimir á Facebook síðu fhingar.net.

FH er á toppnum í Pepsi-deildinni en liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Kaj Leo er ekki kominn með leikheimild fyrir þann leik og verður því ekki með í kvöld. Hann getur hins vegar spilað sinn fyrsta leik gegn ÍA á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner