Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2016 10:15
Magnús Már Einarsson
Man Utd að landa Pogba
Powerade
Það styttist í að Pogba gangi til liðs við Manchester United samkvæmt slúðrinu í dag.
Það styttist í að Pogba gangi til liðs við Manchester United samkvæmt slúðrinu í dag.
Mynd: Getty Images
Ayoze Perez er óvænt orðaður við Barcelona.
Ayoze Perez er óvænt orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins á þessum fína fimmtudegi.



Paul Pogba er á leið til Manchester United á 112 milljónir punda en heimildarmenn innan Juventus segja að búið sé að ganga frá félagaskiptunum. (Sun)

Aðrar fréttir segja að Manchester United hafi boðið 100 milljónir punda í Pogba og vonist til að krækja í hann á næstu 48 klukkutímunum. (Guardian)

Real Madrid ætlar ekki að keppa við United um Pogba en spænska félagið ætlar þess í stað að kaupa Moussa Sissoko frá Newcastle. Enska félagið vill fá 30 milljónir punda fyrir Sissoko. (Daily Telegraph)

John Stones, varnarmaður Everton, er á leið til Manchester City á 50 milljónir punda. (Daily Mail)

Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, er næstur í röðinni ef City nær ekki að krækja í Stones. (Daily Mirror)

Everton ætlar að kaupa Lamine Kone frá Sunderland á 14 milljónir punda til að fylla skarð Stones. (Sun)

Arsenal hefur rætt við umboðsmann Shkodran Mustafi, varnarmanns Valencia. (Emanuele Giulianelli)

Eliaquim Mangala, varnarmaður Manchester City, gæti fyllt skarð Mustafi hjá Valencia, ef Stones kemur til City. (Sun)

Chelsea hefur boðið 38 milljónir punda í Kalidou Koulibaly, varnarmann Napoli. (Sky Italy)

Stoke hefur ennþá áhuga á Saido Berahino, framherja WBA. (Talksport)

Wolves gæti haft betur gegn Liverpool í baráttunni um Anderson Talisca, miðjumann Benfica. Hann kostar 20 milljónir punda. (A Bola)

Southampton vill fá Cristian Tello frá Barcelona á tíu milljónir punda og miðjumanninn Recio frá Malaga á fimm milljónir. (Sun)

Barcelona vill fá Ayoze Perez, framherja Newcastle. (Sun)

Leonardo Ulloa hefur sagt Claudio Ranieri að hann vilji fara frá Leicester til Swansea á tíu milljónir punda. (Sun)

Swansea vill líka fá Fernando Llorente, framherja Sevilla, á láni. (IUSport)

Llorente gæti hins vegar verið á leið til Real Sociedad. (ESPN)

David Moyes, stjóri Sunderland, vildi ekki kaupa Micah Richards frá Aston VIlla á fimm milljónir punda. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner