banner
   fim 28. júlí 2016 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho henti níu leikmönnum úr aðalliðinu
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er strax byrjaður að taka til innan herbúða Manchester United og er búinn að henda níu leikmönnum úr aðalliðinu sem stendur.

Þessir níu leikmenn hafa verið að æfa með unglingaliðinu á undirbúningstímabilinu og afar ólíklegt að nokkur þeirra komist í aðalliðið á tímabilinu.

Stærsta nafnið sem Mourinho virðist ætla að skilja eftir útundan er Bastian Schweinsteiger og er hann einn af þremur miðjumönnum sem Mourinho vill ekki hafa í aðalliðinu. Hinir tveir eru Andreas Pereira og Adnan Januzaj.

Will Keane og James Wilson eru sóknarmennirnir sem æfa með unglingaliðinu og restin eru varnarmenn sem Louis van Gaal prófaði mismikið á síðasta tímabili.

Varnarmennirnir eru Tim Fosu-Mensah, Paddy McNair, Tyler Blackett og Cameron Borthwick-Jackson.

Líklegt er að yngstuleikmennirnir verði sendir burt á lánssamningum en þeir eldri seldir.
Athugasemdir
banner
banner