Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2016 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Þórður Birgisson í KF (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Birgisson er genginn til liðs við KF eftir rúmt ár án þess að spila meistaraflokksleik.

Þórður, sem er 33 ára gamall, átti magnað tímabil með KF fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði 18 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni.

Eftir það lék hann með ÍA í Pepsi-deildinni áður en hann gekk til liðs við Þór.

KF vantar sárlega markaskorara enda er liðið aðeins búið að gera 7 mörk í 13 leikjum og er á botni 2. deildarinnar með ekki nema 5 stig.

KF hefur níu deildarleiki eftir af tímabilinu til að vinna upp þau tíu stig sem félagið þarf til að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner
banner