Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 28. júlí 2016 00:19
Ívan Guðjón Baldursson
Víglundur Páll: Þetta er orðið mjög pirrandi
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Víglundur Páll Einarsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Inkasso-deildinni.

Fjarðabyggð komst tveimur mörkum yfir en missti forystuna niður í síðari hálfleik þrátt fyrir að hafa verið vaðandi í færum allan leikinn.

„Mér líður illa, ég er vonsvikinn, sár og svekktur, það eru fyrstu viðbrögð," sagði Víglundur að leikslokum.

„Þetta er orðið mjög pirrandi en þetta voru náttúrulega gríðarlega erfiðar aðstæður í dag. Þeir voru með mann sem gat kastað boltanum hvert sem hann vildi og bæði mörkin þeirra eru þannig að það er langt innkast sem er erfitt að eiga við."

Fjarðabyggð missir markvörð út í nám og Gilles Mbang Ondo kemst ekki til félagsins vegna vegabréfsvandamála, en Víglundur segir að félagið sé tilbúið með lausnir þó hann vilji ekki ræða þær nánar að svo stöddu.

„Ég vil nú helst bara tala um leikinn, mér fannst við skapa okkur fullt af góðum færum í þessum leik. Við eigum að skora fleiri mörk, þetta eru færi sem við þurfum að nýta til að vinna svona leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner