Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   sun 28. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hlynur spilaði sinn fyrsta leik með Brommapojkarna - Adam í sigurliði annan leikinn í röð
Adam Ingi fer vel af stað með Östersund
Adam Ingi fer vel af stað með Östersund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr Karlsson lék sinn fyrsta leik með sænska liðinu Brommapojkarna er liðið vann magnaðan 4-3 sigur á Gautaborg í gær.

Leikmaðurinn kom til Brommapojkarna frá norska liðinu Haugesund á dögunum og fékk eldskírn sína í gær.

Hann kom við sögu af bekknum á 73. mínútu leiksins og hjálpaði liðinu að sigla þremur stigum.

Brommapojkarna eru í 9. sæti með 21 stig eftir sextán leiki.

Adam Ingi Benediktsson var þá í markinu annan leikinn í röð er Östersund lagði Varberg að velli, 2-1. Adam kom frá Gautaborg í sumar en hann var einnig í markinu í síðustu umferð er liðið vann Degerfors með sömu markatölu.

Östersund er í 8. sæti B-deildarinnar með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner