Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 28. júlí 2024 12:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Birmingham Mail 
WIllum mun valda vörnum andstæðinganna vandræðum - „Með góðan fótboltaheila"
Mynd: Birmingham City

WIllum Þór Willumsson er kominn á fullt með Birmingham eftir að hann gekk til liðs við félagið frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles í sumar.


Willum hefur spilað þrjá æfingaleiki, gegn Shrewsbury, Rangers og Walsall. Það var umfjöllun um frammistöðu Willums hjá Birmingham Mail gegn Walsall.

„Þetta var líklega minnst áberandi frammistaða hans af þessum þremur, en varnarmenn Walsall þurftu alltaf að vera á varðbergi. Langur, kraftmikill líkami hans mun halda vörnum andstæðinga vandræðum jafnvel þegar hann er ekki upp á sitt besta," segir í umfjöllun Birmingham Mail.

Chris Davies, stjóri Birmignham, tjáði sig um Willum.

„Það er óvenjulegt að vera 190 cm og spila þessa stöðu. Hann lítur út fyrir að vera miðvörður eða stór framherji en hann er mjög tekknískur, mjög gáaður og hann finnur svæði vel," sagði Davies.

„Hann er öðruvísi en hann hefur aðlagast mjög vel því sem við viljum gera. Hann er með mjög góðan fótboltaheila svo ég vissi að það myndi ekki taka hann langan tíma að skilja hvað við séum að gera. Ég er mjög ánægður með hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner