Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   sun 28. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Yoro og Höjlund fóru meiddir af velli í tapi Man Utd gegn Arsenal - Milan vann Man City
Leny Yoro meiddist á ökkla
Leny Yoro meiddist á ökkla
Mynd: Getty Images
Lorenzo Colombo skoraði tvö á fimm mínútum gegn Man City
Lorenzo Colombo skoraði tvö á fimm mínútum gegn Man City
Mynd: Getty Images
Undirbúningstímabilið byrjar ekki vel hjá Erik ten Hag og hans mönnum í Manchester United en tveir mikilvægir leikmenn meiddust í 2-1 tapinu gegn Arsenal í nótt.

Liðin áttust við í SoFi-leikvanginum í Los Angeles í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum.

Leikurinn byrjaði vel hjá United. Rasmus Höjlund skoraði eftir stoðsendingu Marcus Rashford á 10. mínútu, en aðeins sex mínútum síðar hófst martröðin.

Höjlund þurfti að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri og tæpum tuttugu mínútum síðar fór franski varnarmaðurinn Leny Yoro af velli vegna meiðsla á ökkla. Á milli þessara atvika skoraði Gabriel Jesus jöfnunarmark fyrir Arsenal.

Yoro var keyptur á dögunum frá Lille fyrir 60 milljónir punda, en hann er talinn besti varnarmaður sinnar kynslóðar. Hann er aðeins 18 ára gamall.

Jonny Evans fékk þungt högg eftir tæklingu Thomas Partey en gat haldið leik áfram. Engu að síður áhyggjuefni fyrir Ten Hag sem vonaðist eftir því að hafa flesta til taks á undirbúningstímabilinu.

Það er vonandi fyrir hann og United að meiðsli Höjlund og Yoro séu ekki af alvarlegum toga. Það bætti síðan gráu ofan á svart er Gabriel Martinelli gerði sigurmark Arsenal þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Vítaspyrnukeppni fór fram að leik loknum, sem hefur verið vaninn síðustu ár, en United vann hana 4-2. Jakub Kiwior skaut framhjá og þá varði André Onana frá Kai Havertz, Ethan Wheatley var sá eini sem klúðraði í liði United.

Ítalska liðið AC Milan vann 3-2 sigur á Englandsmeisturum Manchester City á Yankee-leikvanginum í New York.

Erling Braut Haaland kom Man City á bragðið á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá landa sínum, Oscar Bobb, en Milan snéri við taflinu með tveimur mörkum frá Lorenzo Colombo.

James McAtee, 21 árs gamall leikmaður Man City, jafnaði metin á 55. mínútu áður en Marco Nasti gerði sigurmarkið á 78. mínútu leiksins og þar við sat.

Aston Vill fékk óvæntan 4-1 skell gegn Columbus Crew. Cucho Hernandez, fyrrum leikmaður Watford, skoraði þrennu í fyrri hálfleik fyrir Columbus en Cameron Archer gerði mark Villa.

Dylan Chambost gerði síðan fjórða og síðasta mark Columbus í síðari hálfleiknum.

Wolves vann West Ham 2-1 á Everbank-leikvanginum í Jacksonville í Flórida.

Matheus Cunha skoraði fyrsta mark Wolves en Mohammed Kudus mark West Ham undir lok fyrri hálfleiks.

Rodrigo Gomes skoraði tvö á fimm mínutna kafla í síðari hálfleik og tryggði Úlfunum 3-1 sigur.

Arsenal 2 - 1 Man Utd
0-1 Rasmus Höjlund ('10 )
1-1 Gabriel Jesus ('26 )
2-1 Gabriel Martinelli ('81 )

Manchester City 2 - 3 AC Milan
1-0 Erling Braut Haaland ('19 )
1-1 Lorenzo Colombo ('30 )
1-2 Lorenzo Colombo ('35 )
2-2 James McAtee ('55 )
2-3 Marco Nasti ('78 )

Columbus Crew 4 - 1 Aston Villa
1-0 Cucho Hernandez ('14 )
2-0 Cucho Hernandez ('39 )
2-1 Cameron Archer ('44 )
3-1 Cucho Hernandez ('45 )
4-1 Dylan Chambost ('52 )

Wolves 3 - 1 West Ham
1-0 Matheus Cunha ('18 )
1-1 Mohammed Kudus ('44 )
2-1 Rodrigo Gomes ('72 )
3-1 Rodrigo Gomes ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner