Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. ágúst 2013 12:00
Elvar Geir Magnússon
Mamadou Sakho orðaður við Liverpool
Mynd: Getty Images
The Times orðar Mamadou Sakho, varnarmann PSG, við Liverpool í blaði sínu í morgun. Það er Tony Barrett, íþróttafréttamaður búsettur í Liverpool, sem skrifar greinina.

Hann fullyrðir að Liverpool hafi sett sig í samband við franska félagið en Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að það verði reynt að styrkja liðið áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í næstu viku.

Sakho er 23 ára en hann var fyrirliði PSG aðeins 17 ára og hefur síðan leikið 196 leiki fyrir félagið og 14 landsleiki fyrir Frakkland. Hann hefur skyndilega misst sæti sitt í byrjunarliði PSG en veit að hann þarf að spila reglulega til að eiga möguleika á að vera í franska landsliðinu á HM næsta sumar.

Líklegt er að Liverpool leggi enn meiri áherslu á að fá Sakho eftir að Kolo Toure meiddist í deildabikarleiknum gegn Notts County í gær. Roma vill einnig fá leikmanninn eftir að hafa selt Marquinhos til PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner