fim 28. ágúst 2014 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild: Grindvíkingar unnu í Kópavogi
Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Grindvíkinga í kvöld.
Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Grindvíkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 2 Grindavík
1-0 Viktor Unnar Illugason ('30)
1-1 Óli Baldur Bjarnason ('65)
1-2 Alex Freyr Hilmarsson ('68)
Rautt spjald: Atli Valsson, HK ('86)

Grindavík lagði HK í eina leik kvöldsins í 1. deild karla. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið á 68. mínútu leiksins og fleytti sínu liði þannig átta stigum frá fallsæti.

Viktor Unnar Illugason skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma með skalla eftir hornspyrnu.

Gestirnir úr Grindavíkinni gerðu tvær skiptingar í síðari hálfleik og tveimur mínútum síðar var annar varamaðurinn, Óli Baldur Bjarnason, búinn að jafna leikinn með frábæru skoti.

Þremur mínútum síðar kom Alex Freyr Hilmarsson sínum mönnum yfir þegar hann fylgdi eftir langskoti Jordan Lee Edridge sem hafnaði í stöng.

Heimamenn sóttu í sig veðrið en uppskáru lítið annað en rautt spjald á Atla Valsson sem fékk að líta sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap.

HK kemst því ekki í Pepsi-deildina og Grindavík fellur ekki niður í 2. deildina, nema eitthvað gífurlega óvænt gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner