fim 28. ágúst 2014 20:46
Elvar Geir Magnússon
2. deild: Njarðvík með mikilvægan sigur á Aftureldingu
Njarðvíkingar tóku þrjú góð stig.
Njarðvíkingar tóku þrjú góð stig.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveir leikir voru í 2. deildinni í kvöld en með þeim hófst 19. umferð deildarinnar. Njarðvík vann 1-0 sigur gegn Aftureldingu og ÍR vann 3-1 sigur gegn Reyni Sandgerði.

Guðmundur Steinarsson og lærisveinar í Njarðvík komust upp úr fallsæti með sigrinum, sitja í 10. sæti með 17 stig. Völsungur er með 16 og Reynir Sandgerði á botninum með 15 stig.

Afturelding hefur tapað öllum þremur leikjunum eftir þjálfaraskipti en Úlfur Arnar Jökulsson tók við stjórnartaumunum. Allir þessir leikir hafa verið gegn liðum sem voru í fallsæti.

ÍR er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Gróttu sem á leik inni. Breiðhyltingar eiga tölfræðilega möguleika á að komast upp en það er ansi langsótt.

Njarðvík 1 - 0 Afturelding
1-0 Björn Axel Guðjónsson ('49)

ÍR 3 - 1 Reynir
1-0 Jón Gísli Ström
2-0 Markaskorara vantar
3-0 Markaskorara vantar
3-1 Jóhann Magni Jóhannsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner