Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. ágúst 2014 10:14
Elvar Geir Magnússon
Alonso í læknisskoðun hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir að hægt verði að setja (Staðfest) við Xabi Alonso sem leikmann Bayern München síðar í dag.

Þetta hefur þýska félagið staðfest en spænski miðjumaðurinn er í læknisskoðun á æfingasvæði þess.

Alonso mun skrifa undir tveggja ára samning við þýsku meistarana.

Pep Guardiola reyndi að fá Alonso eftir að hafa misst Toni Kroos úr sínum herbúðum og Javi Martínez varð fyrir meiðslum.

Alonso verður 33 ára í nóvember en hann tekur á sig talsverða launalækkun til að ganga í raðir Bayern.



Athugasemdir
banner
banner