Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. ágúst 2014 10:00
Fótbolti.net
Heimild: Morgunblaðið 
Arnar Grétars opinn fyrir því að þjálfa hérna heima
Arnar Grétarsson á æfingasvæði Club Brugge.
Arnar Grétarsson á æfingasvæði Club Brugge.
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá í gær er Arnar Grétarsson hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge í Belgíu eftir breytingar á skipulagi félagsins. Starf Arnars var gert minna í sniðum og segist Arnar í samtali við Morgunblaðið hafa tekið þá ákvörðun í samráði við stjórnina að þetta myndi ekki ganga upp.

„Ég hefði viljað sinna minni stöðu eins og hún var og byggja upp hlutina eins og við vorum byrjaðir á. Þetta er nú bara þannig í fótboltanum að þjálfarar og þeir sem eru í starfi eins og ég hef verið í verða að vera viðbúnir breytingum," sagði Arnar í samtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu.

Hann verður með fjölskyldu sinni í Belgíu til loka október og vonast til að fá sambærilegt starf hjá öðru félagi.

„Ef ég fæ ekki vinnu þá kemur maður heim og skoðar stöðuna á þeim tíma. Ég myndi vissulega líta á það með opnum huga ef eitthvað byðist heima varðandi þjálfun eða eitthvað í þeim dúr. Ég hef áhuga á að vera áfram í fótboltanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner