Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. ágúst 2014 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Elfsborg tapaði í uppbótartíma
Elfsborg sló FH-inga úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Elfsborg sló FH-inga úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Síðustu fimm leikjum kvöldsins í umspili fyrir sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar var að ljúka rétt í þessu.

Elfsborg var hársbreidd frá því að slá Rio Ave út í umspilsleiknum en Esmaël Goncalves gerði út um drauma Svíanna með marki á 92. mínútu.

Club Brugge sló Grasshoppers út, St. Etienne þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Kardemir Karabuk af velli og Legia frá Varsjá sá um Aktobe.

Dinamo Zagreb lagði þá Petrolul á heimavelli og tryggði samanlagðan 5-2 sigur.

St. Etienne 1 - 0 Kardemir Karabuk (1-1 samanlagt - Etienne áfram vító)
1-0 Monnet-Paquet ('13)

Club Brugge 1 - 0 Grasshoppers (3-1 samanlagt)
1-0 V. Vazquez ('62)

Dinamo Zagreb 2 - 1 Petrolul (5-2 samanlagt)
1-0 D. Cop ('22)
1-1 J. Albin ('59)
2-1 D. Antolic ('96)

Legia Varsjá 2 - 0 Aktobe (3-0 samanlagt)
1-0 M. Kucharczyk ('26)
2-0 I. Vrdoljak ('66, víti)

Rio Ave 1 - 0 Elfsborg (2-2 samanlagt - Rio Ave áfram)
1-0 E. Goncalves ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner