banner
   fim 28. ágúst 2014 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Inter skoraði sex gegn Stjörnunni
Inter lenti ekki í erfiðleikum gegn Stjörnunni.
Inter lenti ekki í erfiðleikum gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn komast ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir stórtap gegn Inter á San Siro leikvanginum í Mílanó.

Stjörnumenn áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Inter sem lenti ekki í erfiðleikum og vann leikinn með sex mörkum gegn engu.

Hull City var slegið út af belgíska félaginu Lokeren og er Tottenham komið í riðlakeppnina eftir öruggan heimasigur á AEL Limassol.

Borussia Mönchengladbach og Villarreal komust auðveldlega gegnum sínar viðureignir og Dinamo Minsk lagði Nacional af velli.

Inter 6 - 0 Stjarnan (9-0 samanlagt)
1-0 M. Kovacic ('28)
2-0 M. Kovacic ('33)
3-0 P. Osvaldo ('47)
4-0 M. Kovacic ('51)
5-0 M. Icardi ('69)
6-0 M. Icardi ('80)
Smelltu hér til að skoða textalýsingu

Tottenham 3 - 0 AEL Limassol (5-1 samanlagt)
1-0 H. Kane ('45)
2-0 Paulinho ('49)
3-0 A. Townsend ('66, víti)

Hull City 2 - 1 Lokeren (2-2 samanlagt, Lokeren áfram)
1-0 R. Brady ('6)
1-1 J. Remacle ('49)
2-1 R. Brady ('56, víti)
Rautt spjald: Y. Sagbo ('71, Hull)

Villarreal 4 - 0 FC Astana (7-0 samanlagt)
1-0 L. Vietto ('21)
2-0 L. Vietto ('54)
3-0 Bruno ('62, víti)
4-0 N. Leiva ('67)

Borussia M'Gladbach 7 - 0 FK Sarajevo (10-2 samanlagt)
1-0 A. Hahn ('20)
2-0 G. Xhaka ('24)
3-0 B. Hrgota ('34)
4-0 B. Hrgota ('67)
5-0 T. Hazard ('74, víti)
6-0 B. Hrgota ('82)
7-0 T. Hazard ('92)
Rautt spjald: I. Tatomirovic ('90, Sarajevo)

Nacional 2 - 3 Dinamo Minsk (2-5 samanlagt)
1-0 M. Matias ('30, víti)
1-1 C. Udoji ('32)
1-2 S. Simovic ('40)
2-2 A. Ghazal ('53)
2-3 C. Udoji ('63)
Athugasemdir
banner
banner