Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. ágúst 2014 21:36
Magnús Már Einarsson
Meiðslavandræði Stjörnunnar aukast - Garðar Jó frá keppni
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson, framherji Stjörnunnar, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa meiðst gegn Inter í kvöld.

Garðar hefur verið að glíma við meiðsli í allt sumar en hann meiddist skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í kvöld.

,,Þetta lítur ekki vel út. Meiðslalistinn heldur áfram hjá okkur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net í kvöld.

Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, mun ekki spila meira í sumar vegna meiðsla og ólíklegt er að Jóhann Laxdal komi meira við sögu.

Þá eru Martin Rauschenberg og Niclas Vemmelund báðir í leikbanni gegn KR á sunnudag.

,,Núna reynir á liðið okkar. Það er mikið af meiðslum og tveir í leikbanni á móti sterku liði KR. Þetta verður erfitt verkefni en við reynum að vera eins gíraðir og við getum fyrir þann leik."

,,Þetta væri öðruvísi ef við værum að rúlla um miðja deild en við erum að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Við eigum góðan möguleika og við verðum að halda haus og mæta klárir í hvern einasta leik. Það verður krefjandi og stórt verkefni fyrir okkur að mæta KR."


Sjá einnig:
Stjarnan verður með vængbrotna vörn gegn KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner