Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 28. ágúst 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Miðvörðurinn hafði aldrei farið í markmannshanska áður
Mynd: Getty Images
Cosmin Moti, varnarmaður búlgarska liðsins Ludogorets, varð óvænt umtalaðasti maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni.

Eftir að markvörður Ludogorets fékk rauða spjaldið undir lok framlengingar fór Moti í markið í leik gegn Steaua Búkarest. Moti, sem er frá Rúmeníu, varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni og skoraði úr einni.

Um leið hjálpaði hann Ludogorets að komast áfram í riðlakeppni Meistardeildarinnar í fyrsta skipti.

,,Þetta er ótrúlegur draumur. Ég hef engin orð sem geta lýst tilfinningunni. Þetta er besti leikur lífs míns og ég mun aldrei gleyma honum," sagði Moti í gærkvöldi.

,,Þetta var í fyrsta skipti á ferlinum sem ég spila sem markvörður. Ég hef stundum leikið mér sem markvörður á æfingum en þetta er í fyrsta skipti sem ég spila með markmannshanska."

,,Ég treysti á innsæi mitt, það er ekki hægt að gera annað í þessari stöðu."

,,Ég tók ákvörðun á síðustu sekúndu um það hvert ég ætti að hoppa. Guði sé lof að ég varði tvær spyrnur og við erum hér."


Hér að neðan má sjá Moti tryggja Ludogorets sigurinn með því að verja sjöttu spyrnu Steaua.


Athugasemdir
banner
banner