Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. ágúst 2014 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
„Seedorf notaði mig rangt"
Andrea Poli.
Andrea Poli.
Mynd: Getty Images
Andrea Poli, leikmaður AC Milan er þakklátur Pippo Inzaghi fyrir að spila honum í hans uppahalds stöðu og viðurkennir hann að Clarence Seedorf hafi spilað honum í rangri stöðu.

Ítalski landsliðmaðurinn kom til Milan frá Sampdoria síðasta sumar en átti erfitt með að festa sætið sitt í liðinu, bæði undir stjórn Massimiliano Allegri sem og Seedorf.

Poli virðist þó vera fyrsti kostur Inzaghi sem hægri miðjumaður í þriggja manna miðju og getur Poli vart beðið eftir að tímabilið hefjist.

,,Inzaghi er búinn að setja mig aftur í mína uppahalds stöðu," sagði Poli.

,,Ég vil bæði sækja og verjast og 4-3-3 gerir mér kleift að vera hættulegri fyrir framan markið og skora fleiri mörk."

,,Seedorf var að láta mig spila fleiri stöður og hann notaði mig á rangan hátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner