Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. ágúst 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Stefnt á áhorfendamet í bikarúrslitaleik kvenna
Fyrirliðarnir - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir.
Fyrirliðarnir - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Stefnt er á að bæta áhorfendamet í bikarúrslitum kvenna þegar Stjarnan og Selfoss mætast í úrslitum Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.

Núverandi met var sett í fyrra þegar 1605 áhorfendur sáu Breiðablik vinna Þór/KA í úrslitum.

Stefnt er á að bæta metið ennþá frekar í ár. Selfyssingar eru í fyrsta skipti í bikarúrslitum og mikil stemning er hjá þeim.

,,Það á að reyna að slá þetta met sem er 1600 manns. Á Fylkisvöllinn (í undanúrslitum) komu 700 manns frá Selfossi og það á að reyna að bæta það," sagði Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði Selfyssinga við Fótbolta.net í dag.

Ívar Orri Kristjánsson mun dæma leikinn á laugardag en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir verða aðstoðardómarar. Bryngeir Valdimarsson verður varadómari.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra verður heiðursgestur á leiknum.

Miðaverð er 1000 krónur fyrir 17 ára og eldri en frítt er fyrir aðra. Miðasala er í gangi á midi.is. Miðasala við Laugardalsvöll á leikdegi verður frá klukkan 12:00
Athugasemdir
banner
banner
banner