Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. ágúst 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Torres færist nær Milan - Hvað verður Costa lengi frá?
Torres á fullri ferð með Chelsea.
Torres á fullri ferð með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er í viðræðum við umboðsmenn Fernando Torres en hann reynir að fá spænska sóknarmanninn til Ítalíu

Chelsea ku vera tilbúið að losa Torres sem hefur síður en svo náð að blómstra síðan hann var keyptur til félagsins.

Torres vill fara til AC Milan en helsta hraðahindrunin eru launakröfur leikmannsins.

Chelsea gæti bætt við sig sóknarmanni fyrir lok gluggans en Diego Costa meiddist aftan í læri á æfingu og er enn ekki ljóst hve lengi hann verður frá.

Costa er spænskur landsliðsmaður sem var keyptur frá Atletico Madrid í sumar en Chelsea vonast eftir að meiðslin séu ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Liðið mætir Everton á laugardag.

Mattia Destro hjá Roma og Radamel Falcao hjá Monaco gætu verið keyptir til Chelsea. Falcao gæti komið á láni og er opinn fyrir því að fara til Chelsea en hann er með sama umboðsmann og Jose Mourinho, Jorge Mendes.
Athugasemdir
banner
banner
banner