Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 28. ágúst 2014 17:16
Elvar Geir Magnússon
Valencia og Juventus bjóða í Hernandez
Hernandez á útleið úr enska boltanum?
Hernandez á útleið úr enska boltanum?
Mynd: Getty Images
Juventus og Valencia hafa gert tilboð í Javier Hernandez, sóknarmann Manchester United. Mexíkóski leikmaðurinn virðist ekki í áætlunum Louis van Gaal.

Samkvæmt Guardian eru tilboðin á bilinu 12 - 15 milljónir punda en Hernandez fær 85 þúsund pund í vikulaun á Old Trafford.

Atletico Madrid hefur einnig áhuga á leikmanninum sem kom til Manchester United frá Guadalajara 2010 og hefur skorað 59 mörk í 152 leikjum fyrir Rauðu djöflanna.

Hernandez var lélegur gegn MK Dons í deildabikarnum á þriðjudag og er líklega á förum. Þetta eykur líkurnar á því að Danny Welbeck verði áfram hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner