Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. ágúst 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Benítez var þremur tímum frá því að taka við West Ham
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
David Sullivan, annar eiganda West Ham, segir að Spánverjinn Rafa Benítez hafi í sumar verið mjög nálægt því að skrifa undir samning sem knattspyrnustjóri félagsins.

Benítez var sterklega orðaður við starfið hjá Hömrunum en var síðan ráðinn til spænska stórliðsins Real Madrid. Slaven Bilic tók síðan við West Ham.

„Rafa Benítez var bara þremur klukkustundum frá því að semja við okkur. Allt í samningnum var tilbúið en hann fór þá til Real Madrid," segir Sullivan.

„Það var áfall fyrir okkur því hann er reyndur stjóri á Englandi og hefur gert góða hluti á Ítalíu. Allt virtist frágengið en skiljanlega velur hann besta tilboðoið sem hann fær. Við fengum annan í staðinn og hann er með 100% traust okkar."

Undir stjórn Bilic vannst sigur gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en síðan hafa fylgt tveir tapleikir á heimavelli. Auk þess mistókst liðinu að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner