banner
   fös 28. ágúst 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gilardino til Palermo (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Alberto Gilardino er kominn aftur í ítalska boltann eftir að hafa gert fimm mörk í fjórtán leikjum fyrir Guangzhou Evergrande í kínverska boltanum.

Gilardino er 33 ára gamall og gengur til liðs við Palermo, sem leikur í efstu deild á Ítalíu.

„Það gleður Palermo mjög mikið að tilkynna komu Alberto Gilardino," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Félagið er stolt að kynna einn sigursælasta leikmann ítalskrar knattspyrnu, sem vann HM með landsliðinu 2006, og HM félagsliða með Milan 2007.

„Gæðamikill leikmaður sem hefur skorað 178 mörk í efstu deild á Ítalíu og 18 í evrópukeppnum."


Gilardino var á láni hjá Fiorentina seinni part síðasta tímabils þar sem honum tókst að gera 4 mörk í 14 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner