Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 28. ágúst 2015 13:26
Magnús Már Einarsson
Íslenski hópurinn - Sami hópur og gegn Tékkum
Icelandair
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback, landsliðsþjálfarar Íslands, voru rétt í þessu að tilkynna hópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM.

Hópurinn er sá sami og í 2-1 sigrinum á Tékkum í júní síðastliðnum.

Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason eru smávægilega meiddir og verða ekki með Cardiff og Olympiakos um helgina. Þeir ættu þó að verða klárir í leikinn í Hollandi á fimmtudaginn.

Ísland mætir Hollandi í Amsterdam næstkomandi fimmtudagskvöld og annan sunnudag kemur Kasakstan í heimsókn á Laugardalsvöll.

Hér að neðan má sjá hópinn og stöðuna í riðlinum.

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson (NEC)
Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)

Varnarmenn:
Kári Árnason (Malmö)
Ragnar Sigurðsson (Krasnodar)
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Theódór Elmar Bjarnason (AGF)
Ari Freyr Skúlason (OB)
Sölvi Geir Ottesen (Jiangsu Guoxin-Sainty)
Hallgrímur Jónasson (OB)
Kristinn Jónsson (Breiðablik)

Miðjumenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Shijiazhuang Ever Bright)
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea)
Emil Hallfreðsson (Hellas Verona)
Jóhann Berg Guðmundsson (Charlton)
Birkir Bjarnason (Basel)
Rúrik Gíslason (Nurnberg)
Rúnar Már Sigurjónsson (Sundsvall)

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Alfreð Finnbogason (Olympiakos)
Jón Daði Böðvarsson (Viking)
Viðar Örn Kjartansson (Jiangsu Sainty)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner