Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. ágúst 2015 13:42
Magnús Már Einarsson
Landsliðið hlustaði á BeeGees fyrir sigurinn á Tékkum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, kom fréttamönnum í opna skjöldu á fréttamannafundi í dag.

Lars spurði fréttamenn hvað tengir hljómsveitina BeeGees og íslenska landsliðið saman.

Svarið er að íslenska landsliðið horfði á markasyrpu úr undankeppninni fyrir 2-1 sigurinn á Tékkum í júní þar sem BeeGees kom við sögu.

Dagur Sveinn Dagbjartsson, sem hjálpar til við leikgreiningu hjá landsliðinu, sá um að búa til myndbandið. Dagur segir að Lars Lagerback hafi óskað eftir því að hafa BeeGees undir myndbandinu.

Myndbandið féll vel í kramið á fréttamannafundinum og spurning er hvort að BeeGees verði einnig í myndbandinu hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Hollendingum á fimmtudag.

Hér að neðan má sjá tengil á tvö önnur myndbönd sem leikmenn horfðu á fyrir síðustu tvo leiki.

Syrpa fyrir Tékka leikinn
Syrpa fyrir Kasakstan leikinn
Athugasemdir
banner
banner