banner
   fös 28. ágúst 2015 12:57
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópur Hollands gegn Íslandi - Stórstjörnur
Arjen Robben orðinn fyrirliði
Icelandair
Memphis Depay er í hópnum.
Memphis Depay er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Það eru mörg þekkt nöfn í hollenska landsliðshópnum sem er að fara að mæta Íslandi á fimmtudaginn næsta í Amsterdam. Ísland er á toppi riðilsins og hollenska liðið á harma að hefna eftir 2-0 tap á Laugardalsvelli í fyrra.

Daley Blind og Memphis Depay, leikmenn Manchester United, eru meðal leikmanna í hópnum og þá eru Robin van Persie og Arjen Robben á sínum stað. Sá síðastnefndi er nýr fyrirliði liðsins.

Tveir nýliðar eru í hópnum; Jairo Riedewald, 18 ára vinstri bakvörður, og Kenny Tete, 19 ára hægri bakvörður, en báðir leika með Ajax.

Þjálfari er Danny Blind sem var ráðinn í starfið 1. júlí.

Landsliðshópur Hollands:
Ibrahim Afellay (Stoke City), Vurnon Anita (Newcastle United), Daley Blind (Manchester United), Jeffrey Bruma (PSV), Jasper Cillessen (Ajax), Memphis Depay (Manchester United), Klaas Jan Huntelaar (Schalke 04), Luuk de Jong (PSV), Davy Klaassen (Ajax), Terence Kongolo (Feyenoord), Tim Krul (Newcastle United), Bruno Martins Indi (FC Porto), Luciano Narsingh (PSV), Robin van Persie (Fenerbahçe), Quincy Promes (Spartak Moskou), Jaïro Riedewald (Ajax), Arjen Robben (Bayern München), Wesley Sneijder (Galatasaray), Kenny Tete (Ajax), Stefan de Vrij (Lazio Roma), Gregory van der Wiel (Paris Saint-Germain), Georginio Wijnaldum (Newcastle United) og Jeroen Zoet (PSV).



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner