Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. ágúst 2015 08:55
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Matri skrifar undir hjá West Ham í dag
Alessandro Matri hefur komið víða við á Ítalíu og hefur skorað 1 mark í 7 landsleikjum.
Alessandro Matri hefur komið víða við á Ítalíu og hefur skorað 1 mark í 7 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Sky Italia greinir frá því að Alessandro Matri, sóknarmaður AC Milan, sé á leið til West Ham í enska boltann.

Matri er 31 árs gamall sóknarmaður sem gerði garðinn frægan hjá Cagliari og hefur síðan þá spilað fyrir Juventus, Milan, Fiorentina og Genoa.

Sky segir að Milan muni ekki staðfesta félagsskiptin fyrr en í lok gluggans í von um að fá betra tilboð í sóknarmanninn frá öðru félagi.

Matri var lánaður til Juventus síðasta febrúar en fékk aðeins að spila fimm deildarleiki þar sem hann skoraði tvö mörk. Hann gerði svo sigurmarkið í úrslitaleik ítalska bikarsins gegn Lazio.

Gianluca Di Marzio, einn af virtustu fótboltafréttamönnum Ítalíu, segir að Matri muni skrifa undir lánssamning hjá West Ham í dag.
Athugasemdir
banner