fös 28. ágúst 2015 13:16
Magnús Már Einarsson
Ný flóðljós á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný fljóðljós hafa risið á Laugardalsvelli og verða í notkun í leik Íslands og Kasakstan í næstu viku.

„Farið var í þessa framkvæmd til að mæta kröfum UEFA um flóðlýsingar á landsleikjum," sagði Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ á fréttamannafundi í dag.

Nýju flóðljósin eru mjög öflug og talsvert betri en lágmarkskröfur segja til um.

„Gaman verður að sjá birtuna á þeim í komandi leik gegn Kasakstan," sagði Ómar.

Einnig er verið að bæta aðkomuna að Austurstúku Laugardalsvallar til að áhorfendur komist hraðar inn á leikvanginn en áður.
Athugasemdir
banner
banner