Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. ágúst 2016 17:12
Ármann Örn Guðbjörnsson
Byrjunarlið Víkings Ólafsvíkur og FH: Lennon ekki með
Atli Guðnason byrjar
Atli Guðnason byrjar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur Ólafsvík og FH mætast í dag klukkan 18 á Ólafsvíkurvöll í þriðja leik 17. umferð pepsi deildar karla. Heimamenn frá Ólafsvík sitja í 9. sæti deildarinnar fyrir þennan leik með 19 stig. FH-ingar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 34 stig. Þeir geta farið 7 stigum fyrir ofan Breiðablik en þeir léku í gær og báru sigur úr bítum gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í fyrsta leik 17. umferðar

Emir Dokara er í banni eftir að hafa fengið beint rautt spjald gegn Fjölni í 16 umferð og kemur William Dominguez inn í byrjunarliðið í stað hans. Alfreð Már droppar því líklega niður í hægri bakvörðinn. Tomasz Luba er enn meiddur og er ekki í hóp í dag.

Steven Lennon er að glíma við smávægileg meiðsli og er ekki í hóp í dag. Atli Guðnason kemur í byrjunarliðið í stað hans og byrjar hann með nafna sínum frammi, Atla Viðari Björnssyni. Þá er Kristján Flóki einnig kominn í byrjunarlið FH-inga fyrir Sam Hewson sem tekur út leikbann.

Byrjunarlið Víkings:
30. Cristian Martinez Liberato (m)
2. Aleix Egea Acame
4. Egill Jónsson
8. William Dominguez da Silva
10. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Martin Svensson
12. Kramar Denis
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
18. Alfreð Már Hjaltalín
24. Kenan Turudija

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
26. Jonathan Hendrickx

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍBV - Þróttur
18:00 Fjölnir - Fylkir
18:00 Víkingur Ó. - FH
18:00 ÍA - Víkingur R.
20:00 Valur - KR
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner