Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 28. ágúst 2016 20:53
Ármann Örn Guðbjörnsson
Ejub: Ágætis leikur en engin stig
Ejub hefur ekki getað fagnað mörgum stigum að undanförnu
Ejub hefur ekki getað fagnað mörgum stigum að undanförnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fór til Ólafsvíkur og tóku 3 stig eftir að hafa skorað 2 gegn engu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur var hins vegar sáttur með spilamennsku síns liðs í dag. Víkingar gáfu lítið af færum á sig en fengu bæði mörkin á sig úr hornspyrnu.
Víkingar hafa nú aðeins fengið 2 stig af 24 mögulegum og hafa ekki unnið leik í 2 mánuði.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  2 FH

"Við áttum ágætisleik gegn mjög góðu liði í dag en það er bara svo slæmt að fá á sig mark úr horni á þessum tíma. Þá þurfum við að fara sækja og færa okkur ofar."

Víkingar hafa fengið nokkur mörk á sig úr hornspyrnum í sumar og er það eitthvað sem lið hafa verið að kortleggja vel þegar þau mæta Ólsururm. FH-ingar til að mynda mættu alltaf með 5-6 menn í markteiginn og þéttu í kringum Cristian.

"Við eigum klárlega að gera betur í hornum og mér finnst bara að FH hafa þessi gæði til þess að klára leiki úr því litla sem þeir fá. Hvort sem það sé úr hornum eða einhverjum öðrum föstum leikatriðum."

Fylkir sátu fyrir þessa umferð í fallsæti 6 stigum frá Víkingum sem voru 2 sætum fyrir ofan. Fylkismenn fóru í heimsókn í Grafarvoginn og voru yfir nær allan seinni hálfleikinn, eða þar til 5 mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Það þýðir að Fylkir náði aðeins að saxa á Víkinga um 1 stig í staðinn fyrir 3 en í næstu umferð fara Víkingar í lautarferð

"Já. Veistu það. Án alls gríns þá hugsa ég bara um mitt lið og vona bara að ég nái að halda Víkingum uppi í Pepsi deildinni. Ég er að sjálfsögðu jákvæður. Annars væri ég ekki í þessu starfi"

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner