Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 28. ágúst 2016 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG tapaði fyrir Monaco - Kolbeinn byrjaði í tapleik
Bakvörðurinn Fabinho skoraði gegn PSG. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Chelsea og Man Utd í sumar.
Bakvörðurinn Fabinho skoraði gegn PSG. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Chelsea og Man Utd í sumar.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Nantes sem tapaði fyrir Bordeaux með einu marki gegn engu. Kolbeini var skipt af velli á 86. mínútu.

Þá tapaði PSG sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Monaco, sem er komið á toppinn ásamt Guingamp og Nice eftir sigurinn.

PSG situr eftir með sex stig en Edinson Cavani gerði eina mark liðsins í síðari hálfleik þegar hann minnkaði muninn í 2-1.

PSG hélt boltanum vel í leiknum en skapaði lítið af færum gegn skipulögðu liði Monaco sem verðskuldaði sigurinn.

Monaco 3 - 1 PSG
1-0 Joao Moutinho ('13)
2-0 Fabinho ('45, víti)
2-1 Edinson Cavani ('63)
3-1 Serge Aurier ('80, sjálfsmark)

Bordeaux 1 - 0 Nantes
1-0 D. Rolan ('31)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner