Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. ágúst 2016 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Poll: Aguero á að vera dæmdur í bann
Reid passaði vel uppá Aguero í leiknum, enda komst Argentínumaðurinn ekki á blað.
Reid passaði vel uppá Aguero í leiknum, enda komst Argentínumaðurinn ekki á blað.
Mynd: Getty Images
Sergio Agüero gaf Winston Reid, varnarmanni West Ham, olnbogaskot er liðin mættust á Etihad leikvanginum fyrr í dag.

Aguero slapp þó með að fá spjald enda sá dómarinn ekki atvikið, en Graham Poll, besti dómari frá upphafi ensku Úrvalsdeildarinnar, segir að Argentínumaðurinn eigi skilið að vera dæmdur í bann.

„Sergio Aguero er án nokkurs vafa einn af bestu sóknarmönnum heims en hann sýndi slæma hlið á sér er Manchester City hafði betur gegn West Ham á Etihad," skrifar Poll í pistli sínum á Daily Mail.

„Það voru 75 mínútur búnar af leiknum þegar Aguero olnbogaði Winston Reid viljandi í andlitið. Aguero kreisti hnefann til að gefa olnboganum meiri kraft og hefði átt að fá rautt spjald.

„Andre Marriner sá ekki atvikið og því getur knattspyrnusambandið skoðað atvikið á upptöku og dæmt Aguero í leikbann sem þýðir að hann missir af erkifjendaslagnum gegn Manchester United eftir landsleikjahléð."

Athugasemdir
banner
banner
banner