Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. ágúst 2016 17:27
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Aguero gæti verið í banni gegn Man Utd
Aguero og Reid voru í stöðugri baráttu í dag.
Aguero og Reid voru í stöðugri baráttu í dag.
Mynd: Getty Images
Sergio Agüero lék næstum allan leikinn er Manchester City lagði West Ham að velli með þremur mörkum gegn einu.

Aguero hefur verið lykilmaður í liði Man City í nokkur ár en gæti verið á leið í leikbann vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Aguero gaf Winston Reid, varnarmanni West Ham, olnbogaskot sem dómarinn, Andre Marriner, sá ekki.

Pep Guardiola sagðist ekki hafa séð atvikið í viðtali eftir leik og var ekki mikið að flækja hlutina. „Ef Aguero verður í banni þá kemur maður í manns stað," sagði Pep.

Myndband af atvikinu verður að öllum líkindum grandskoðað og á næstu dögum kemur í ljós hvort enska knattspyrnusambandið ákveður að setja Aguero í leikbann eða ekki.

Næsti leikur Man City í ensku deildinni er gegn Manchester United þann 10. september, eftir landsleikjahlé.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu
Athugasemdir
banner
banner
banner